Sundkonan Anna Kristín Jensdóttir var ţann 10. febrúar síđastliđinn útnefnd íţróttakona ársins á Seltjarnarnesi en ţetta er annađ áriđ í röđ sem Anna verđur fyrir valinu. Snorri Sigurđsson hlaupari úr röđum ófatlađra var kjörinn íţróttamađur ársins.
Á heimasíđunni www.seltjarnarnes.is segir eftirfarandi um Önnu:
Anna Kristín Jensdóttir hefur ćft sund hjá Íţróttafélagi fatlađra í Reykjavík frá 8 ára aldri og hefur veriđ međ yfir 90% ćfingasókn frá upphafi. Hún hefur tekiđ hröđum framförum í sundíţróttinni og unniđ til fjölda verđlauna bćđi hérlendis og erlendis. Áriđ 2007 var viđburđaríkt og gott ár hjá Önnu og setti hún fjölda Íslandsmeta ásamt ţví ađ vinna sér inn Íslandsmeistaratitla. Ţá má geta ţess ađ Anna á eitt Norđurlandamet.
Á árinu 2008 bćtti hún Íslandsmetiđ í 100 m bringusundi ţrívegis og í 50 metra bringusundi tvívegis. Hún á nú Íslandsmetin í 100 m bringusundi í 25 metra braut og í 50 metra braut og í 50 metra bringusundi í 25 metra laug í sínum fötlunarflokki.
Árangur hennar í 100 metra bringusundi í hennar fötlunarflokki skipar henna sess međal tuttugu og fimm bestu sundkappa heims. Anna er nú í úrvalshópi landsliđsnefndar vegna ţátttöku í Ólympíuleikunum 2012. Anna Kristín hefur lagt afar hart ađ sér viđ ćfingar og keppni auk ţess ađ vera góđ fyrirmynd ungra og upprennandi íţróttamanna.