Fimmtudagur 6. ágúst 2015 10:54

Kristófer Fannar var konungur mótsins með sigur í 11 greinum


Íslandsmót ÍF í frjálsum utanhúss 25. og 26. júlí 2015
Keppendur voru 20 frá 9 félögum innan ÍF auk eins keppanda, Ebbe Blichfeldt, frá Danmörku í hjólastólaakstri. Keppnin fór fram á Kópavogsvelli í samstarfi Frjálsíþróttanefndar ÍF við FRÍ og framkvæmdaraðila MÍ ófatlaðra, ÍR og Breiðablik. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi mót eru haldin samhliða en fötluðum hefur staðið til boða að keppa með ófötluðum á meistaramótunum fram að þessu og býðst það enn kjósi þeir að keppa á þeim forsendum. Keppt var í flokkum blindra (11), fólks með þroskahömlun (20), fólks með heilalömun CP (37) og mænuskaðaðra (53) en enginn var skráður í flokkum aflimaðra.

Þau fóru mikinn: Kristófer Fannar Sigmarsson úr Eik á Akureyri fór mikinn í flokki 20 og sigraði í öllum sínum greinum ellefu talsins. Stefanía Daney Guðmundsdóttir úr Eik sigraði í 4 greinum í flokki 20, 100m, 400m, langstökki og spjótkasti. Hún bætti Íslandsmet sitt í 400m frá í fyrra í 74,17 sek úr 77,82 sek. Sigríður Sigurjónsdóttir úr Suðra sigraði í 3 greinum kvenna í flokki 20, kúluvarpi, kringlukasti og sleggjukasti. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir úr Fjölni sigraði fjórar greinar í flokki 37, 100m, 200m, 400m og langstökk. Þessi 15 ára stúlka á mikla framtíð fyrir sér og hefur sýnt mikla fjölhæfni á frjálsíþróttavellinum. Patrekur Andrés Axelsson úr Ármanni sigraði tvær greinar í flokki 11, 100m og 200m hlaup, en var nokkuð frá sínum besta árangri. Michel Thor Masselter ÍFR sigraði í þremur greinum í flokki 37, 200m, 400m og 800m hlaupum. Arnar Helgi Lárusson varð Íslandsmeistari í 100m, 200m og 400m í flokki 53 í racerstólnum, en fékk verðuga keppni í 200m þar sem félagi hans og vinur frá Danmörku sigraði með sjónarmun í fremur blautum aðstæðum.

Úrslit einstakra greina má sjá hér að neðan auk yfirlits yfir heildar verðlaun allra félaganna þar sem Eikin bar höfuð og herðar yfir önnur lið. Því miður vantaði nokkur kunnugleg andlit á mótið þar sem landsliðsfólk okkar var ekki með. Má þar nefna að Huldu Sigurjónsdótturúr Suðra sem var boðin þátttaka á lokamóti Grand Prix mótaraðar IPC-Athletics á sunnudag sem haldið var á Ólympíuleikvanginum í London. Þá var Helgi Sveinsson úr Ármanni heims- og Evrópumeistari staddur erlendis. Meiðsli eru að hrjá Ingeborgu Eide Garðarsdóttur úr FH sem fótbrotnaði illa síðastliðinn vetur og Matthildi Ylfu þorsteinsdóttur úr ÍFR sem fór í liðþófaaðgerð í vor. En segja má að öll hefðu þau verið í titilbaráttu í sínum greinum að öllu eðlilegu. Þrátt fyrir það verður að segja að framtíðin sé björt í afrekshópi ÍF í frjálsum og mikið gleðiefni að fatlaðir fái að spreyta sig í svo mörgum greinum á Íslandsmótinu.


Skipting verðlauna á félög:

Félag

Heiti

Gullverðlaun

Silfurverðlaun

Bronsverðlaun

Samtals

EIK

Íþróttafélagið Eik

15

3

0

18

FJÖLNIR

Ungmennafélagið Fjölnir

4

0

0

4

SUÐRI

Íþr.félagið Suðri

3

4

1

8

ÍFR

Íþróttafélag fatlaðra, Reykjavík

3

0

0

3

UMFN

Unmennafélag Njarðvíkur

2

1

0

3

Á

Glímufélagið Ármann

2

0

0

2

DEN

Denmark

1

0

0

1

NES

Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

0

4

3

7

AFTURE

Ungmennafélagið Afturelding

0

2

0

2

ÖSP

Íþr.fél. Ösp

0

1

1

2

Til baka