Laugardagur 29. ágúst 2015 14:11
Arnar Helgi Lárusson kom á dögunum heim til Íslands með tvö ný og glæsileg Íslandsmet í Wheelchair racing (hjólastólakappakstri). Arnar keppti á Godiva Classic mótinu í Coventry á Englandi en veðurskilyrði á keppnisdögum voru ekki sérlega hagstæð og fella varð niður keppni í 200m Wheelchair race.
Árangur Arnars á mótinu
5000m - 15:39;85 mín. (Bætti gildandi Íslandsmet sitt úr 16:50;81 mín).
100m - 17,77 sek. (Bætti gildandi Íslandsmet sitt úr 18,39 sek).
Arnar hafnaði í 2. sæti í 100m race keppninni og varð svo sjöundi í 5000m keppninni.
Mynd/ Arnar Helgi við æfingar í Coventry en þar dvaldi hann við bæði æfingar og keppni.