Fimmtudagur 17. september 2015 13:42

Fimm borgir munu bítast um Ólympíuleikana/Paralympics 2024


Alþjóðaólympíuhreyfingin (IOC) hefur tilkynnt þær fimm borgir sem bítast munu um að fá að halda Ólympíuleikana/Paralympics 2024 en þessi útboð fyrir bæði verkefnin hafa síðustu ár verið tekin í einu boði. Paralympics fara alltaf fram á sama stað og Ólympíuleikarnir.

Borgirnar sem keppast um hnossið eru Búdapest í Ungverjalandi, Hamborg í Þýskalandi, Los Angeles í Bandaríkjunum, París í Frakklandi og Róm á Ítalíu.

Alþjóðaólympíuhreyfingin mun svo leggja fram til undirbúningsnefndarinnar sem fær verkefnið 2024 1,7 milljarð Bandaríkjadala! Það skýrist svo á aðalfundi IOC í Lima í Perú 2017 hvaða borg mun vinna kjörið um að halda Ólympíuleikana/Paralympics.

Til baka