Mánudagur 28. september 2015 11:54

Starfsmenn Össurar hlupu til styrktar ÍF í Reykjavíkurmaraþoninu

Rúmar 80 milljónir söfnuðust til styrktar góðgerðarfélögum í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór í ágústmánuði síðastliðnum en um 15 þúsund manns tóku þátt í maraþoninu í ár.

Þetta var í 32. sinn er hlaupið ar haldið en það var árið 1983 sem tveir menn í „ferðabransanum“ fengu þá hugmynd að halda maraþon í Reykjavík með það að markmiði að fá fleiri ferðamenn til Íslands. 1984 var fyrsta hlaupið haldið þar sem 214 hlauparar skráðu sig til leiks þar af 79 frá öðrum löndum. Í ár tóku um þrjú þúsund erlendir gestir frá 70 löndum!

Líkt og undanfarin ár hljóp starfsfólk Össurar til styrktar Íþróttasambandi fatlaðra og söfnuðu samtals 417.500 krónum. Magnað starfsfólk og mögnuð velvild í garð ÍF.

Það var Edda Heiðrún Geirsdóttir forstöðumaður alþjóðamarkaðsdeildar Össurar sem á dögunum afhenti Ólafi Magnússyni framkvæmdastjóra fjármála- og afrekssviðs ÍF styrkinn í höfuðstöðvum Össuar.
Íþróttasamband fatlaðra þakkar Össuri hf. veglegt framlag en Össur er einn af stærstu styrktar- og samstarfsaðilum ÍF.

Mynd/ T.v. Edda Heiðrún Geirsdóttir VP of Branding and Communications, Global Marketing hjá Össuri og t.h. Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri afreks- og fjármálasviðs ÍF.

Til baka