Ásta Ragnheiđur Jóhannesdóttir, félags og tryggingamálaráđherra, bauđ Katrínu Guđrúnu Tryggvadóttur ásamt fjölskyldu og ţjálfara í bolludagskaffi í félags- og tryggingamálaráđuneytinu á mánudag, til ađ fagna frábćrum árangri Katrínar í keppni í listhlaupi á skautum á alţjóđavetrarleikunum Special Olympics í Boise Idaho í Bandaríkjunum nýveriđ.
Eins og kunnugt er var árangur Katrínar á leikunum glćsilegur en hún lenti í 5. sćti í sínum flokki. Ţá er ţrautsegja Katrínar viđ ćfingar ekki síđur eftirtektarverđ en hún hefur ćft listhlaup á skautum undir leiđsögn Helgu Olsen í fjögur ár hjá skautafélaginu Birninum.
Ráđherra afhenti Katrínu Guđrúnu ljósmyndabók, óskađi henni hjartanlega til hamingju međ ţennan góđa árangur og sagđi ađ „Katrín hefđi veriđ landi og ţjóđ til sóma og stađiđ vel undir ţví álagi sem óneitanlega fylgdi ţví ađ vera eini íslenski keppandinn á svona stórum íţróttaviđburđi. Frammistađa Katrínar sýni hversu mikilvćgt ţađ sé ađ styđja viđ ţađ frábćra starf sem unniđ er hjá Íţróttasambandi fatlađra.“
Á leikunum Special Olympics er skipt í hópa ţannig ađ ţátttakendur keppa viđ jafningja sína. Ađalmarkmiđiđ er ađ allir eigi jafna möguleika hvar sem ţeir standa og ţannig er byggđ upp virđing fyrir öllum ţátttakendum, hvar í flokki sem ţeir standa.
Mynd: Vel fór á međ Katrínu og Ástu Ragnheiđi félags- og
tryggingamálaráđherra.