Miðvikudagur 9. desember 2015 11:58
Sundkonurnar Sonja Sigurðardóttir og Thelma Björg Björnsdóttir eru nýkomnar heim frá Póllandi þar sem þær tóku þátt í Polish Winter Open mótinu. Sonja og Thelma sem báðar synda fyrir ÍFR komu heim með sjö ný Íslandsmet en þá var sundmaðurinn Marinó Ingi Adolfsson einnig með í för og hópnum stýrði þjálfari þeirra Tomas Hajek.
Af þessum sökum gat Thelma Björg ekki verið viðstödd síðastliðinn föstudag þegar hún var útnefnd íþróttakona ársins úr röðum fatlaðra. Thelma fór mikinn á mótinu og setti sex ný Íslandsmet og þá kom Sonja heim með eitt nýtt Íslandsmet í farteskinu.
Sonja Sigurðardóttir (S4 - hreyfihamlaðir)100m skrið - 2:15,73 (5/12/2015)
Thelma Björg Björnsdóttir (S6 - SB5 - hreyfihamlaðir)200m skrið (millitími 400m) - 2:58.08
400m skrið - 6:00.96
50m bringu (millitími 100m) - 0:54.85
100m bringu - 1:57.10
100m bak - 1:51.59
200m fjórsund - 3:37.52
Mynd 1: Thelma Björg
Mynd 2: Sonja