Fimmtudagur 31. desember 2015 09:13
Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir var í gærkvöldi útnefnd íþróttamaður ársins 2015. Stjórn og Starfsfólk Íþróttasamband fatlaðra óskar Eygló, fjölskyldu hennar sem og sundsamfélaginu öllu innilega til hamingju með útnefninguna. Helgi Sveinsson spjótkastari frá Ármanni og íþróttamaður ÍF 2015 hafnaði í 10. sæti í kjörinu með 29 stig.
Helgi og Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR, voru viðstödd athöfnina sem fram fór í Hörpu í fyrsta sinn og fengu þau bæði viðurkenningu frá ÍSÍ sem íþróttamenn ársins hjá sínu sérsambandi.
Lokaúrslit kjörsins urðu sem hér segir:
1. Eygló Ósk Gústafsdóttir (sund) 470 stig
2. Gylfi Þór Sigurðsson (knattspyrna) 350
3. Hrafnhildur Lúthersdóttir (sund) 229
4. Guðjón Valur Sigurðsson (handknattleikur) 202
5. Fanney Hauksdóttir (kraftlyftingar) 139
6. Jón Arnór Stefánsson (körfuknattleikur) 137
7. Aron Einar Gunnarsson (knattspyrna) 128
8. Sara Björk Gunnarsdóttir (knattspyrna) 63
9. Aníta Hinriksdóttir (frjálsíþróttir) 44
10. Helgi Sveinsson (frjálsíþróttir fatlaðra) 29 11. Ragnar Sigurðsson (knattspyrna) 16
12. Hannes Þór Halldórsson (knattspyrna) 15
13. Aron Pálmarsson (handknattleikur) 12
14. Irina Sazanova (fimleikar) 9
15. Hanna Rún Bazev Óladóttir (dans) 8
16. Ásgeir Sigurgeirsson (skotfimi) 7
17. Dagný Brynjarsdóttir (knattspyrna) 6
18. Birkir Bjarnason (knattspyrna) 6
19. Ásdís Hjálmsdóttir (frjálsíþróttir) 5
20. Anton Sveinn McKee (sund) 5
21. Birgir Leifur Hafþórsson (golf) 4
22. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (golf) 4
23. Hlynur Bæringsson (körfuknattleikur) 4
24. Þormóður Jónsson (júdó) 2
25. Helena Sverrisdóttir (körfuknattleikur) 1
26. Júlían J. K. Jóhannsson (kraftlyftingar) 1
27. Guðbjörg Gunnarsdóttir (knattspyrna) 1
28. Norma Dögg Róbertsdóttir (fimleikar) 1
Mynd/ SÁL - Helgi á sviðinu í Hörpu ásamt hinum 9 af topp 10 lista ársins 2015.