Föstudagur 27. febrúar 2009 14:48

Æfingabúðir í sundi um helgina: Athyglisverðir fyrirlestrar

Sundnefnd ÍF stendur að æfingabúðum í sundi um helgina hjá landsliðshópi ÍF og fara æfingarnar fram föstudag, laugardag og sunnudag. Fyrsta æfingin er í dag frá kl. 16-18.

Fyrstu æfingabúðirnar á þessu ári fóru fram helgina 30. janúar – 1. febrúar og gáfu þær góða raun þar sem 23 sundmenn frá fimm aðildarfélögum ÍF voru boðuð á æfingarnar. Tveir athyglisverðir fyrirlestrar verða haldnir í æfingabúðunum um helgina og fara þeir fram á laugardeginum í fundarsal ÍSÍ í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal (sama hús og skrifstofur ÍF eru staðsettar).

Á laugardeginum frá kl. 13:15-14:14 mun hópeflismaðurinn Brian Marshall vera með fyrirlestur um liðsanda (team spirit) og kl. 14:15-15:15 mun næringarfræðingurinn Klemenz Sæmundsson halda fyrirlestur um næringu íþróttamanna. Íþróttafólk úr röðum aðildarfélaga ÍF er boðið velkomið á fyrirlesturinn.

Nánari upplýsingar um æfingabúðir ÍF í sundi veita Kristín Guðmundsdóttir krigu@simnet.is og Ingigerður Stefánsdóttir imaggy@visir.is

Til baka