Fimmtudagur 21. janúar 2016 16:32

Hvađ eru Paralympics?


Áriđ 2016 er Ólympíuár og ađ sama skapi er áriđ Paralympicsár. Í íţróttum fatlađra er hugtakiđ Paralympics ţekkt en almennt hefur ţađ, eins og gefur ađ skilja, ekki náđ jafn víđtćkri útbreiđslu og sjálfir Ólympíuleikarnir. Orđiđ Para kemur úr grísku og ţýđir „viđ hliđ“ eđa „nćrri“ og ţví Para-lympics ćtlađ til ađ lýsa leikum sem eru á borđ viđ Ólympíuleika.

Í fljótu bragđi og á afar einfaldan hátt er hćgt ađ segja ađ Paralympics séu Ólympíuleikar fatlađra afreksmanna. Ađeins nafngiftin er önnur af augljósum ástćđum, Ólympíuleikar eru heimsţekkt vörumerki og fötluđum ţví uppálagt ađ markađssetja sína eigin leika undir afninu Paralympics.

Paralympics er sem sagt Ólympíumót fatlađra og fara alltaf fram í sama landi, í sömu mannvirkjum og notast er viđ sama Ólympíuţorp og á Ólympíuleikunum sjálfum. Paralympics hefjast oftast um hálfum mánuđi á eftir Ólympíuleikunum.

Ţegar ţjóđlönd sćkja um ađ halda Ólympíuleika eru ţau jafnframt ađ sćkja um ađ halda Paralympics. Sótt er um bćđi verkefnin og samlegđaráhrifum náđ fram međ um ţađ bil mánađarlangri samfelldri íţróttahátíđ sem hefst međ Ólympíuleikunum og lýkur međ Paralympics.

Ţetta áriđ fara Ólympíuleikarnir og Paralympics fram í Ríó de Janeiro í Brasilíu. Ólympíuleikarnir fara fram 5.-21. ágúst en Paralympics fara fram 7.-18. september. Íţróttagreinarnar sem bođiđ er uppá á Paralympics eru margar ţćr sömu og á Ólympíuleikunum, međ undantekningum ţó.

Greinarnar sem í bođi verđa á Paralympics 2016: Bogfimi, frjálsar, boccia, kanóróđur, hjólreiđar (braut og vegur), hestaíţróttir, 5 manna knattspyrna, 7 manna knattspyrna, blindrabolti, júdó, lyftingar, róđur, siglingar, skotfimi, sund, borđtennis, ţríţraut, sitjandi blak, hjólastólakörfuknattleikur, hjólastólatennis, hjólastólaskylmingar og hjólastólaruđningur.

Á Paralympics eru ekki jafn margir keppendur og á Ólympíuleikunum. Er ţar helst ađ nefna ađ iđkendur úr röđum fatlađra ţurfa margir hverjir sérstaka ađstođarmenn eins og t.d. einn blindur sundmađur ţarf ađstođarmann/ţjálfara á báđum endum sundlaugarinnar til ţess ađ „tappa“ eđa banka í og láta vita hvenćr sundmađur er ađ nálgast bakkann. Svona er ţetta í fjölmörgum greinum og ţví viđbúiđ ađ á Paralympics séu mun fleiri ađstođarmenn á međal íţróttamanna heldur en nokkurntíman á Ólympíuleikunum. Í ár verđa um 4000 íţróttamenn sem fá keppnisrétt á Paralympics en ţeir eru um helmingi fleiri á Ólympíuleikunum.

Á Paralympics keppa eingöngu fatlađir íţróttamenn og koma ţeir úr hópi ţroskahamlađra, hreyfihamlađra og sjónskertra/blindra. Ísland hefur tekiđ ţátt í Paralympics allt frá árinu 1980 og hafa fatlađir íslenskir afreksmenn unniđ til 97 verđlauna og ţar af 36 gullverđlauna. Síđasti mađur sem fór á pall á Paralympics fyrir Íslands hönd var Jón Margeir Sverrisson í London 2012 ţegar hann varđ Paralympic-meistari í 200m skriđsundi ţroskahamlađra. Ţar setti Jón Margeir nýtt heims- og Evrópumet sem og Paralympic-met.

Nokkrar stađreyndir:

*Fyrstu Paralympics fóru fram í Róm á Ítalíu áriđ 1960 ţar sem 400 íţróttamenn frá 23 löndum tóku ţátt.
*Fyrstu Winter Paralympics fóru fram áriđ 1976 í Örnsköldsvik í Svíţjóđ.
*Frá Ólympíuleikunum í Kóreu 1988 og Vetrarólympíuleikunum í Albertville í Frakklandi 1992 hafa Paralympics allar götur síđan fariđ fram ađ loknum Ólympíuleikum á sama stađ, viđ sömu ađstćđur og jafnan veriđ um 2-3 vikur á milli verkefnanna.

Nánar um uppruna Paralympics hér

Hér má svo líta á veglegt samantektarmyndband frá Paralympics í London 2012 sem jafnan hafa veriđ kallađir „The greates Paralympics ever“


Til baka