Mánudagur 25. janúar 2016 13:21
Fjölnismađurinn Jón Margeir Sverrisson, S14, lét vel til sín taka á RIG um helgina en hann keppti í báđum sundhlutum mótsins, ţ.e.a.s. á móthluta fatlađra sem og ţeim hjá SSÍ. Jón setti fjögur Íslandsmet um helgina, tvö í sömu grein.
Á sundhluta SSÍ setti Jón Margeir nýtt met í 50m bringusundi ţegar hann synti á 33:08 sek. og átti ţar sjötta besta tímann í undarásum. Ţá bćtti hann einnig Íslandsmet sitt í 1500m skriđsundi á tímanum 17:16,07 mín. sem er undir ríkjandi heimsmeti en ekki er hćgt ađ stađfesta metiđ ţar sem mótshlutinn var ekki međ keppnisgildindu hjá Alţjóđa Ólympíuhreyfingu fatlađra.
Sundhluta SSÍ lauk í gćr og ţá var Jón Margeir aftur á ferđinni međ nýtt Íslandsmet í 200m bringusundi í undanrásum en ţá synti hann á 2:42,93 mín. en ţađ met var kjöldregiđ í úrslitum í gćrkvöldi ţegar Jón synti á 2:38,94 mín.
Jón var stigahćsti sundmađurinn í sundhluta fatlađra á RIG en hann fékk 930 stig fyrir sund sitt í 100m skriđsundi í flokki S14 (stig reiknuđ út frá ríkjandi heimsmeti hverrar greinar).
Myndasafn frá RIG 2016 (SG)Mynd/ SG