Fimmtudagur 5. mars 2009 14:40

Ganga og gaman þann 14. mars

Átak, Fjölmennt, Ás styrktarfélag, Íþróttasamband fatlaðra, Hitt húsið, Öspin og Þroskahjálp hafa tekið saman höndum og stofnað gönguhóp. Markmiðið er að hittast einu sinni í mánuði og oftar með hækkandi sól, ganga í 20-30 mín. og fá sér smá hollustu á eftir. Fyrsta gangan var 17. janúar og var vel mætt. Önnur ganga var laugardaginn 14. febrúar. 

Þriðja gangan verður  laugardaginn 14. mars og verður gengið frá Bjarkarási. Mæting er við Bjarkarás kl. 13.00, ganga hefst kl. 13.30.  Jóna Hildur Bjarnadóttir, verður með stafgöngukennslu fyrir þátttakendur.

Þátttaka hefur verið mjög góð og allir hafa skemmt sér vel.   

Allir velkomnir

Til baka