Mánudagur 15. febrúar 2016 16:15

Mögnuđ sundhelgi ađ baki


Ţrjú heimsmet!

Óhćtt er ađ segja ađ sundfólk úr röđum fatlađra hafi fariđ mikinn ţessa helgina en fjöldi Íslendinga tók ţátt í Malmö Open keppninni og ţá féllu tvö ný Íslandsmet á Gullmóti KR í sundi. Keppnin í Malmö var í 25m laug en Gullmót KR fór fram í 50m laug.

Kristín Ţorsteinsdóttir, Ívar - S16

Kristín setti nýtt heimsmet í 25m. skriđsundi á Malmö Open ţegar hún kom í bakkann á 17,20 sekúndum. Kristín setti einnig tvö ný Evrópumet en ţađ var í 50m skriđsundi á tímanum 37,39 sek. og í 25m baksundi á 22,04 sek. og ljóst ađ Kristín slćr hvergi slöku viđ eftir magnađa frammistöđu á EM einstaklinga međ Downs heilkenni sem fram fór á Ítalíu í nóvember á síđasta ári.

Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir - S14


Jón Margeir setti tvö ný heimsmet á Malmö Open um helgina, ţađ fyrra kom í 400m skriđsundi ţar sem Jón synti á 4:04,43 mín. Tíminn var ekki hans hrađasti en tíminn var sá besti skráđi í greininni á löglegu móti Alţjóđaólympíuhreyfingar fatlađra (IPC). Jón setti einnig nýtt Íslandsmet í 100m fjórsundi á tímanum 1:02,62 mín. Annađ heimsmet Jóns á mótinu kom í 100m skriđsundi á tímanum 53,42 sek sem einnig var yfir hans besta tíma en eins og áđur greindi var hann ađ setja metiđ á löglegu móti. Nýtt Íslandsmet féll svo í 100m bringusundi ţegar Jón kom í bakkann á 1:09,38mín.

Íţróttafélagiđ Fjörđur gerđi góđa ferđ til Malmö um helgina en Kristín Ţorsteinsdóttir synti m.a. undir fánum Fjarđar ţessa helgina. Fjörđur var langstigahćsta sundfélag mótsins og hafđi sigur í stigakeppninni.

Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR - S6

Thelma Björg setti tvö ný Íslandsmet á Gullmóti KR um helgina. Fyrrametiđ var í 50m baksundi ţegar Thelma synti á tímanum 53,50 sek. Seinna met Thelmu ţessa helgina kom í 200m baksundi ţegar hún synti á 3:49,11 mín.

Sandra Sif Gunnarsdótti, Fjölnir - S13

Sandra bćtti 25 ára gamalt met Rutar Sverrisdóttur í 100m fjórsundi í 25m laug á Malmö Open ţegar Sandra kom í bakkann á 1:37,42 mín.

Mögnuđ sundhelgi ađ baki - til hamingju Kristín, Jón, Thelma og Sandra.

Mynd/ Sverrir Gíslason - Jón Margeir stingur sér til sunds í Malmö um helgina.

Til baka