Mánudagur 9. mars 2009 11:41

Jóhann sigrađi í 1. flokki ófatlađra

Borđtenniskappinn Jóhann Rúnar Kristjánsson, NES, fór mikinn um helgina ţegar hann sigrađi í 1. flokki karla á Íslandsmóti ófatlađra. Ţetta mun vera í fyrsta sinn sem slíkt gerist og var Jóhann ađ vonum himinlifandi međ árangur sinn um helgina.

„Mađur hefur veriđ ađ berjast viđ ţetta í nokkur ár, ein tíu, og aldrei náđ svona langt í ţessu hér heima hjá ófötluđum. Mér gekk vel í úrslitaleiknum viđ Hlöđver Hlöđversson úr KR. Ég hafđi nokkra yfirburđi og vann 3:1,“ sagđi Jóhann í samtali viđ Morgunblađiđ en nánar má lesa um afrek Jóhanns um helgina í blađi Moggans í dag.

Jóhann lék einnig gríđarvel í undanúrslitum mótsins um helgina ţar sem hann vann Jóhannes Tómasson úr KR 3-2 eftir ađ hafa sigrađ oddalotuna 11-9.

Mótiđ var síđasta keppni Jóhanns áđur en hann heldur til Ungverjalands dagana 19.-23. mars nćstkomandi ţar sem hann tekur ţátt í opna ungverska borđtennismótinu sem er 20 punkta mót. Ţađan liggur leiđin nćst til Slóvakíu ţann 21. apríl en ţađ mót verđur 40 punkta mót. Allt er ţetta liđur í undirbúningi Jóhanns sem ćtlar sér ađ komast á Ólympíumót fatlađra í London áriđ 2012.

Ţá er ţađ einnig á dagskrá hjá Jóhanni ađ komast á heimsmeistaramótiđ í Kóreu á nćsta ári.

Til baka