Miðvikudagur 27. apríl 2016 14:35

Gestalið frá Færeyjum á Íslandsleikum SO í knattspyrnu


Íslandsleikar Special Olympics í samvinnu við KSÍ og íþróttafélagið Ösp
verða á Þróttarvellinum, laugardaginn 30. apríl.
Kyndilhlaup lögreglumanna fer fram og gestalið mætir til leiks frá Special Olympics í Færeyjum
 
13.00   Mótssetning  Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna setur leikana ásamt keppanda
Í framhaldi þess verður upphitun og keppni hefst 13.20.  Keppt er í tveimur riðlum með mismunandi styrkleikastigi
Konur og karlar spila saman í liði og leikið verður í 5 manna liðum á ¼ velli.  Hvert lið má hafa 2 varamenn.
Einstaklingar sem æfa úti á landi og eru án liðs, geta tekið þátt með skráðu liði, gefi þjálfari leyfi til þess.
 
Gestalið verður á mótinu í ár og verða það frændur okkar frá Færeyjum sem mæta til leiks.
 
Hlaupið verður kyndilhlaup lögreglu fyrir leikana en lögreglan hefur verið í samstarfi við Special Olympics á Íslandi frá 2013.
Verkefnið er alþjóðaverkefni, LETR ( Law Enforcement Torch Run) í samstarfi við Special Olympics International.
Daði Þorkelsson rannsóknarlögreglumaður á Suðurnesjum mun leiða hlaupið en keppendur eru hvattir til þess að hlaupa með. 
Allir sem ætla að taka þátt mæti tilbúnir til leiks (í keppnisbúningum).  Mæting kl. 12.15 við bifreiðastæði við Gnoðavog 1 (fyrir aftan Álfheima 72) ská á móti Glæsibæ. Hlaupið hefst kl. 12.40 en farið verður frá Gnoðavogi og inn á Engjaveg, þaðan farið á göngustíg sem liggur við Húsdýra- og fjölskyldugarðinn og Grasagarðinn og inná Þróttarvöllinn.  Þar mun Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna setja leikana ásamt keppanda
Að lokinni verðlaunaafhendingu verður haldin grillveisla fyrir keppendur/aðstandendur fyrir utan höfuðstöðvar KSÍ ( um 1630)
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
 
 Samhliða Íslandsleikunum verður vormót Aspar í sundi haldið í Laugardalslaug
Upphitun hefst kl.12.15 og Keppni hefst kl.13.00.  Keppendur frá Færeyjum munu einnig taka þátt í sundmótinu.
 
Nánari upplýsingar/tengiliðir
Daði Þorkelsson, rannsóknarlögreglumaður, fulltrúi LETR                         6152615
Guðlaugur Gunnarsson KSÍ                                                                              6618183
Anna K Vilhjálmsdóttir, Special Olympics á Íslandi                                       8975523
Darri Mchahon,  íþróttafélagið Ösp                                                               8678049

Til baka