Mánudagur 13. júní 2016 10:55
Fjörður varð um helgina bikarmeistari fatlaðra í sundi níunda árið í röð en Blue Lagoon bikarkeppni ÍF fór fram í Laugardalslaug.
Fjarðarliðar hafa verið sigursælir síðustu níu árin í keppninni og hlutu í dag 12.469 stig. Lið ÍFR hafnaði í 2. sæti með 9.879 stig og í þriðja sæti var Ösp með 2.556 stig.
Fyrirliðarnir Aníta Ósk Hrafnsdóttir og Hjörtur Már Ingvarsson tóku við Blue Lagoon bikarnum mikla í mótslok en þetta er fjórða árið í röð sem keppnin ber nafn Blue Lagoon sem er einn af stærstu styrktar- og samstarfsaðilum Íþróttasambands fatlaðra.
Tvö Íslandsmet féllu en á mótinu er keppt í 25m laug. Hjörtur Már Ingvarsson, Fjörður, setti nýtt met í 100m basksundi í flokki S6 (hreyfihamlaðir) er hann kom í bakkann á 1.37,64 mín. Þá setti Sandra Sif Gunnardóttir, ÍFR, nýtt Íslandsmet í 100m fjórsundi S13 (sjónskertir) er hún kom í bakkann á 1.31,46 mín.
Mynd/ Jón Björn - Kátir Fjarðarliðar í Laugardalslaug.