Miđvikudagur 6. júlí 2016 14:52
Dagana 7.-18. september nćstkomandi fara Paralympics (Ólympíumót fatlađra) fram í Rio de Janeiro í Brasilíu. Eins og alkunnugt er orđiđ fara Paralympics fram á sama stađ og viđ sömu ađstćđur og sjálfir Ólympíuleikarnir. Ađ ţessu sinni tókst fimm afreksmönnum úr röđum fatlađra ađ tryggja sér ţátttökurétt á leikunum. Hópinn skipa ţrír sundmenn, frjálsíţróttamađur og í fyrsta sinn í íslenskri íţróttasögu mun bogfimikeppandi verđa fulltrú Íslands á leikunum.
Íţróttasamband fatlađra kynnir međ stolti keppendur Íslands á Paralympics 2016: Jón Margeir Sverrisson – sund - Fjölnir
Sonja Sigurđardóttir – sund – ÍFR
Thelma Björg Björnsdóttir – sund – ÍFR
Helgi Sveinsson – frjálsar – Ármann
Ţorsteinn Halldórsson – bogfimi – Boginn
Ánćgjulegt er ađ greina frá ţví ađ Íslandi tekst ađ fjölga um einn keppanda á Paralympics frá London 2012 en ţá átti Ísland fjóra fulltrúa, tvo í sundi og tvo í frjálsum. Ţađ fjölgar ţví einnig um eina íţróttagrein og ljóst ađ afreksmenn úr röđum fatlađra eru á mikilli siglingu ţessi dćgrin.
Eins skal tekiđ fram ađ nokkur fjöldi reyndi linnulaust viđ Paralympic-lágmörkin ţetta áriđ og ţví enn ánćgjulegra ađ sjá ađ hópurinn fer ört stćkkandi sem ćtlar sér ađ taka ţátt í stćrsta íţróttaverkefni hvers fatlađs afreksmanns.
Mynd/ Efri röđ frá vinstri: Jón Margeir Sverrisson, Ţorsteinn Halldórsson og Helgi Sveinsson.
Neđri röđ frá vinstri: Sonja Sigurđardóttir og Thelma Björg Björnsdóttir.