Ţriđjudagur 2. ágúst 2016 16:11

Vel heppnađ Íslandsmót í frjálsum á AkureyriÍslandsmóti ÍF í frjálsum utanhúss fór fram á Akureyri 23. og 24.júlí samhliđa Meistaramóti Íslands hjá FRÍ.

Alls lágu 7 Íslandsmet í valnum eftir harđa atlögu okkar besta afreksfólks úr röđum fatlađra ţrátt fyrir bleytu og 10°C.

Patrekur Andrés Axelsson úr Ármanni bćtti 100m T11 um hálfa sekúndu og rann skeiđiđ á 13,07 sek ásamt Guđmundi Karli Úlfarssyni ađstođarmanni sínum. Hann gerđi sér svo lítiđ fyrir og stökk 4,10m í langstökki. Stefanía Daney Guđmundsdóttir úr Eik er líka iđin viđ metin, hún bćtti metiđ í 200m um hálfa sekúndu og hljóp á 30,40 sek. Svo stökk hún eins og hind yfir hverja hćđina af annarri í hástökki. Ţar endađi hún međ ađ bćta sig um 21 cm og fara yfir 1,46m. Michel Thor Meselter kom sérstaklega heim frá Lúxemburg til ađ keppa á mótinu og uppskar 4 gull. Hann setti met í 800m 3:23,53 mínn og í 1500m 7:13,49 mín. Ţá fer ekki fram mót í frjálsum ađ Hulda Sigurjónsdóttir komi ekki međ eins og eitt met. Nú var ţađ í sleggju 18,80m.

Eik sem nú var á heimavelli á Hamarsvellinum fór mikinn í verđlaunasöfnuninni međ Kristófer Fannar Sigmarsson og Stefaníu Daney Guđmundsdóttur í broddi fylkingar. En auk ţeirra kepptu Héđinn Jónsson og María Dröfn Einarsdóttir í flokki 20 og Helena Ósk Hilmarsdóttir í flokki 37. Ţau tóku alls 28 verđlaun. Systurnar Hulda og Sigríđur Sigurjónsdćtur sáu um verđlaunin hjá Suđra sem urđu 4 gull, 3 silfur og 1 brons, allt í kastgreinunum. ÍFR tefldi fram Michel Thor og Matthildi Ylfu Ţorsteinsdóttur. Michell tók sín 4 gull en Matthildur hitti illa á plankann í langstökkinu og svo fór ađ hún gerđi öll stökkin ógild nema eitt sem hún hljóp út í gryfju. Niđurstađan ţví 4 gull og eitt silfur. Ármenningarnir Helgi Sveinsson og Patrekur Andrés Axelsson skiluđu sínum fjórum gullpeningum. Helgi eftir einvígi viđ norđmanninn Runar Steinsted sem kom sérstaklega á ţetta alţjóđlega mót. Helgi kastađi 51,11m og Runar 45,60m Báđir áttu í erfiđleikum međ ađ fóta sig á hálli brautinni. Öspin sendi einn keppanda katrínu Önnu Heiđarsdóttur sem varđ ţriđja í 100m og langstökki.

Mótiđ var vel framkvćmt af UFA og UMSE í sameiningu undir vökulu auga yfirdómara FRÍ Sigurđar Haraldssonar og fulltrúa ÍF Theodórs Karlssonar og landsliđsţjálfarans Kára Jónssonar.


Til baka