Miðvikudagur 25. mars 2009 09:01

Myndasafn frá bocciakeppninni

Íslandsmót ÍF í fimm greinum fóru fram um síðustu helgi. Í Laugardal var mikið um að vera en keppni í boccia fór fram í Laugardalshöll og var hún æsispennandi alla helgina. Að þessu sinni var það sveit ÍFR sem hafði sigur í 1. deild en sveitina skipuðu Haukur Gunnarsson, Hjalti Bergmann Eiðsson og Ragnhildur Ólafsdóttir.

Sveit B frá Suðra sigarði í 2. deild og ÍFR (sveit F) hafði sigur í 3. deild. Í rennuflokki var það blönduð sveit Ívars sem sigraði og í flokki BC 1 – 4 var það blönduð sveit Þjótar sem bar sigur úr býtum.

Sigurvegarar síðustu ára í sveitakeppni í boccia í 1. deild:

2009: ÍFR
2008: Viljinn (A sveit)
2007: Akur (A sveit)
2006: Akur (A sveit)
2005: Nes (sveit 4)
2004: Þjótur (A sveit)

Hægt er að sjá myndasafn frá keppninni í boccia inni á myndasíðu ÍF www.123.is/if eða með því að smella á tengilinn hér að neðan: http://if.123.is/album/default.aspx?aid=140567

Til baka