Eins og áður hefur komið fram á heimasíðu ÍF hafa Átak, Fjölmennt, Ás styrktarfélag, Íþróttasamband fatlaðra, Hitt húsið, Öspin og Þroskahjálp stofnað gönguhóp sem ber heitið; "Ganga og gaman". Skemmtileg samverustund þar sem útivist og hreyfing er höfð að leiðarljósi er aðalmarkmið þessa samstarfsverkefnis.
Næsta ganga verður laugardaginn 18. apríl, frá Bjarkarási. Reiknað er með að stafgöngustafir verði í boði fyrir þá sem vilja. Í maí verða göngur frá Bjarkarási laugardagana 9. og 23. maí
Allir þeir sem áhuga hafa eru velkomnir að að mæta og taka með sér
fjölskyldu, vini og kunningja.