Íþróttasamband fatlaðra hefur lagt mikla áherslu á mikilvægi þess að aðstandendur fatlaðra barna fái upplýsingar um tæki, búnað og annað sem getur auðveldað aðgengi að íþróttastarfi. Þjálfun í vatni er ekki síst mikilvæg fjölfötluðum börnum og sjúkraþjálfun byggir oft að hluta á slíkri þjálfun.
Á myndunum má sjá vesti sem, foreldrar fjölfatlaðs drengs á Húsavík keyptu fyrir son sinn. Sundferðir eru reglulegur þáttur í daglegu lífi fjölskyldunnar en mikil vinna fylgir því að fara með fjölfatlað barn í sund eins og þeir vita sem til þekkja. Með tilkomu þessa vestis þarf lágmarksaðstoð í vatninu og fjölskyldan öll getur slakað á saman.
Vestið er nokkuð dýrt, kostaði á síðasta ári um 60.000 kr.- Foreldrarnir á Húsavík (Erla Sigurðardóttir og Óskar Óli Jónsson ) telja það vera þess virði og bentu á að það kostaði líka sitt að kaupa reiðhjól og skíðabúnað fyrir ófötluð börn.
Vestið var sérpantað af Á.Óskarssyni.
Þeir sem hafa áhuga á að fá nánari upplýsingar um vestið geta haft samband
við Erlu Sigurðardóttur í síma 8672669.