Árleg vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins verður haldin á Grand hóteli 14. og 15. maí n.k. Titillinn að þessu sinni verður: Fatlanir barna: Ný þekking - ný viðhorf.
Auk almennrar dagskrár verða kynningar á nýjum íslenskum rannsóknum og
þróunarverkefnum á sviði fatlana barna, bæði í stuttum erindum í ráðstefnusal og
á veggspjöldum í anddyri. Einnig munu nokkur fyrirtæki kynna vörur og þjónustu.