Á laugardag syntu ţeir Jón Margeir Sverrisson og Ragnar Ingi Magnússon báđir í A-úrslitum í 400m. skriđsundi og stóđu ţeir sig međ prýđi ađ sögn Ingigerđar M. Stefánsdóttur sem er ţjálfari strákanna. Laugardagurinn var annar keppnisdagurinn hjá ţeim félögum á opna breska meistaramótinu sem fram fer í Sheffield.
Á laugardag synti Ragnar Ingi í undanrásum á tímanum 5.32,76 mín. sem var ekki nógu gott en synti svo í úrslitum á tímanum 5.19,52 mín. og hafnađi fyrir vikiđ í 8. sćti.
Jón Margeir tvíbćtti sinn besta árangur í ţessu sundi, í undanrásum synti hann á tímanum 5.12,78 mín og svo í úrslitum á 5.09,80 mín. og varđ í 6. sćti.
Gćrdagurinn, sunnudagurinn, var síđasti keppnisdagurinn hjá ţeim Jóni og Ragnari. Ragnar Ingi gerđi ógilt í 100m. flugsundi en synti samt undir sínum besta tíma. Ţá synti hann 50m. skriđsund á tímanum 30,06 sek. og í B-úrslitum synti hann á 29,81 sek. sem er viđ hans besta árangur.
Jón Margeir Sverrisson bćtti sig í 100m. flugsundi í gćr er hann synti á tímanum 1.15.12 mín. og varđ tíundi inn í A-úrslitin. Jón var síđar skráđur úr A-úrslitunum til ađ einbeita sér ađ 50m. skriđsundskeppninni ţar sem hann kom í mark í undanrásum á tímanum 29,34 sek. Í A-úrslitunum í skriđsundinu bćtti hann sig svo er hann kom í mark á tímanum 28,91 sek. og hafnađi í 8. sćti í sínum flokki.
Íslenski hópurinn getur vel unađ viđ árangurinn í Sheffield en hópurinn er vćntanlegur heim til Íslands síđar í dag.
Mynd: Jón Margeir Sverrisson í miđju
flugsundstaki.