Umsjónaraðili Íslandsleikanna var KR í samstarfi við ÍF og KSÍ. Íslandsleikar Special Olympics hafa undanfarin ár verið samstarfsverkefni ÍF og KSÍ en árið 2009 hófst samstarf ÍF og KSÍ við KR í þeim tilgangi að efla þátttöku fatlaðra í knattspyrnu. Íslandsleikar Special Olympics eru haldnir í tengslum við knattspyrnuviku UEFA (knattspyrnusamband Evrópu) en aðildarlönd Special Olympics í Evrópu standa fyrir slíkum leikum.
Grétar Sigfinnur Sigurðsson varnarjaxl úr herbúðum KR sá um upphitun og Sveinn Jónsson, fyrrverandi formaður KR setti leikana.
Ólafur Ragnar Grímsson, Forseti Íslands og Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ afhentu verðlaun. Í lok keppni bauð KR upp á grillaðar pylsur og gos.
Á leikum Special Olympics er skipt í jafna getuflokka. 2 lið frá Ösp, 2 lið frá Nes og 1 sameiginlegt lið frá Suðra á Selfossi og Gný á Sólheimum voru skráð í flokk getumeiri liða en eitt lið frá Ösp í flokk getuminni liða. Til að gefa þessu eina liði kost á að taka þátt voru mynduð 2 lið með þátttöku ungra leikmanna frá KR og var það mjög skemmtileg tilraun.
Úrslit urðu þau að Ösp 1 hlaut gullið og Ösp 2 og Nes 1 fengu silfur en
liðin urðu
jöfn að stigum. Önnur lið fengu brons en allir keppendur fá
verðlaun á leikum
Special Olympics.
Myndasafn frá leikunum má finna hér: http://if.123.is/album/default.aspx?aid=147542
Nánari upplýsingar um leikana veitir Guðlaugur Gunnarsson gulli@ksi.is GSM 6618183