Aðalfundur Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík (ÍFR) var haldinn hinn 23. maí sl. ÍFR fangar 35 ára afmæli sínu um þessar mundir og var að loknum venjubundnum aðalfundarstörfum boðið upp á afmæliskaffi. Á fundinum var Júlíus Arnarson endurkjörinn formaður ÍFR en Júlíus hefur verið formaður félagsins um árabil.
Íþróttasamband fatlaðra heiðraði þá Garðar Steingrímsson, varaformann ÍFR og Eirík Ólafsson, stjórnarmann ÍFR til margra ára, með silfurmerki sambandsins en merkið er veitt þeim einstaklingum sem inna af höndum skipulags- stjórnunar eða þjónustustörf í þágu íþrótta fatlaðra.
Íþróttasamband fatlaðra færir félaginu hamingjuóskir sínar og óskar því heilla í framtíðinni.