Þriðjudagur 16. júní 2009 13:07

Fjörður bikarmeistari annað árið í röð

Bikarkeppni Íþróttasambands fatlaðra í sundi fór fram í Akureyrarlaug um síðastliðna helgi þar sem Fjörður fór með sigur af hólmi annað árið í röð. Glæsilegur árangur hjá Firði sem rakaði saman alls 13112 stigum á mótinu. Öspin hafnaði í 2. sæti með 8761 stig en mótið þótti lukkast vel fyrir norðan í 25m. laug þeirra Akureyringa.

Í þriðja sæti hafnaði svo sveit ÍFR með 5768 stig og heimamenn í Óðni voru í fjórða og síðasta sæti með 5708 stig. Flestir fremstu sundmenn landsins úr röðum fatlaðra tóku þátt á mótinu en líka þeir sem hafa lagt sundtökin á hilluna en gerðu garðinn frægan hér í eina tíð. Í þeim hópi var m.a. sterki baksundsmaðurinn Gunnar Örn Ólafsson.

Úrslitin frá mótinu má nálgast hér: http://ifsport.is/sund/Bikarmot_2009.htm

Mynd: Sigurlið Fjarðar á Akureyri.

Til baka