Laugardagur 4. júlí 2009 21:16

Vel heppnađ mót ađ baki í Svíţjóđ

Ţá er Norrćna barna- og unglingamótinu lokiđ og íslenski hópurinn kominn heim frá Svíţjóđ en mótiđ fór fram ţar í landi dagana 26. júní til 3. júlí. Alls voru 14 keppendur frá ađildarfélögum Íţróttasambands fatlađra sem tóku ţátt á mótinu fyrir Íslands hönd og 6 fararstjórar og ţví voru Íslendingar 20 talsins í Eskilstuna. Veđriđ lék viđ hópinn alla vikuna ytra en ţess má til gamans geta ađ fyrstu rigningardroparnir féllu ţegar íslenski hópurinn hafđi komiđ sér fyrir í rútunni á leiđ sinni til Arlanda flugvallarins í Stokkhólmi.

Ađ ţessu sinni voru 11 keppendur í sundi og 3 í frjálsum íţróttum og stóđu ţau sig öll međ eindćmum vel. Margir hverjir voru viđ sinn besta árangur og sumir stórbćttu sig enda stífar ćfingar alla dagana ytra ásamt keppni. Ţjálfarar í ferđinni voru ţau María Ólafsdóttir og Egill Ţór Valgeirsson og stýrđu ţau ćfingum og keppni af mikilli röggsemi.

Í íslenska hópnum gaf ađ líta marga efnilega einstaklinga sem vafalítiđ eiga eftir ađ láta vel ađ sér kveđa í framtíđinni, ef ţau eru dugleg ađ ćfa áfram af sama kappi og ţau gera nú.

Norrćna barna- og unglingamótiđ er haldiđ á tveggja ára fresti og nćst fer ţađ fram í Finnlandi áriđ 2011. Mótiđ er fyrir krakka og unglinga á aldrinum 12-16 ára sem ćfa íţróttir hjá ađildarfélögum Íţróttasambands fatlađra. Fyrir ţá sem hafa hug á ţví ađ komast í hópinn sem fer til Finnlands er ekki seinna vćnna en ađ herđa róđurinn viđ ćfingar strax í dag og láta ljós sitt skína á erlendum vettvangi eftir tvö ár. Helstu afreksmenn ÍF í gegnum árin hafa jafnan stigiđ sín fyrstu skref á Norrćna barna- og unglingamótinu sem er hugsađ sem ein af fyrstu alţjóđlegu keppnunum sem fatlađir íslenskir íţróttamenn reyna sig viđ.

Á fimmtudagskvöld fór fram lokaathöfn Norrćna barna- og unglingamótsins og var deginum lokađ međ veglegu diskóteki ţar sem íslenski hópurinn lét sitt ekki eftir liggja á dansgólfinu.

Nú er svo komiđ inn ţriđja og síđasta myndasafniđ á myndasíđu ÍF af íslenska hópnum í Eskilstuna en ţarna eru m.a. myndir frá sundkeppninni, keppninni í frjálsum og frá lokakvöldinu.

Myndasafn: http://if.123.is/album/default.aspx?aid=151968

Mynd: Íslenski hópurinn á lokakvöldinu í Eskilstuna

Til baka