Þriðjudagur 25. ágúst 2009 11:04

Óskað eftir sjálfboðaliðum

Dagana 15.-25. október fer fram Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi. Keppt verður í innilauginni í Laugardal og er von á rúmlega 400 sundmönnum til landsins og í fylgd með þeim verða um 200 aðstoðarmenn. Um risamót er að ræða þar sem allir helstu sundmenn úr röðum fatlaðra í Evrópu munu koma saman. Mótið er einstakt fyrir þær sakir að í fyrsta sinn síðan árið 2000 munu þroskaheftir keppa með á móti Alþjóðaólympíuhreyfingu fatlaðra. Prófsteinninn er því ærlegur og því leitar Íþróttasamband fatlaðra eftir sjálfboðaliðum til aðstoðar alla mótsdagana svo keppnin geti orðið sem veglegust og gengið sem best fyrir sig.
 
Áhugasömum er bent á að hafa samband við skrifstofu Íþróttasambands fatlaðra í síma 514 4080 eða á if@isisport.is
 
Sjálfboðaliðstörf sem óskast eru:
 
Aðstoð í tækniherbergi mótsins
Aðstoð við úrslit mótsins (hengja upp úrslit og koma þeim á keppendaþjóðir mótsins)
Aðstoð við riðlaherbergi mótsins (hleypa keppendum inn á laugarbakkann í keppni)
Aðstoð við körfuburð á sundbakka (fyrir keppendur)
Aðstoð við verðlaunaafhendingu (einungis frá 17:00 fram eftir kvöldi)
Aðstoð við rekstur kaffiteríu
Aðstoð við við rekstur upplýsingaskrifstofu í Laugardalslaug
Aðstoð við afhendingu einkennisspjalda
Aðstoð við hin ýmsu sendlastörf
Aðstoð í matsal keppenda
Aðstoð við fánamál í verðlaunaafhendingum
Aðstoð við gestaþjóðir mótsins fyrstu dagana á Íslandi (fer fram á Hótelum)
 
Áætlað er að dagana 15.-25. október muni vera þörf á aðstoð frá um kl. 08:00-10:30 og aftur 16:00-21:00. Keppnin sjálf mun fara fram 18.-24. október og þá verður þörfin fyrir aðstoð hvað einna mest.

Til baka