Ţrír íslenskir sundmenn tóku ţátt í undanrásum á Evrópumeistaramóti fatlađra í morgun ţegar fjórđi keppnisdagur af sjö fór af stađ. Eyţór Ţrastarson sem í gćrkvöldi landađi silfurverđlaunum í 400m. skriđsundi keppti í 50m. skriđsundi í morgun og bćtti 13 ára gamalt Íslandsmet Birkis Rúnars Gunnarssonar.
Eyţór synti á tímanum 30,86 sek. en Birkir Rúnar átti gamla metiđ sem var 31,04 sem hann setti á Ólympíumóti fatlađra í Atlanta áriđ 1996. Glćsilegt met hjá Eyţóri sem engu ađ síđur komst ekki í úrslit í greininni.
Guđmundur Hermannsson var fyrstur Íslendinga í laugina í morgun en Guđmundur keppti í 400m. sundi í flokki S9. Um gríđarlega tímabćtinu var ađ rćđa hjá Guđmundi sem var skráđur til leiks á mótiđ međ tímann 5.36,12 mín. en Guđmundur synti á tímanum 5.16,12 mín. í morgun og bćtti sig ţví um 20 sekúndur. Magnađur árangur hjá ţessum unga sundmanni en hann keppir einmitt í sama flokki og Ólafur Eiríksson gerđi forđum daga. Íslandsmet Ólafs í greininni er 4.41,07 mín. sem hann setti á Ólympíumóti fatlađra í Barcelona áriđ 1992.
Aníta Ósk Hrafnsdóttir keppti síđustu Íslendinga í undanrásum í 100m. bringusundi í flokki S14. Aníta synti á tímanum 1.45,60 mín. en sund hennar var dćmt ógilt og ţví átti hún ekki kost á ţví ađ komast í úrslit í kvöld.
Ţađ var ţví enginn íslenskur sundmađur í undanrásum sem komst í úrslit fyrir kvöldiđ en ţeir Adrian Óskar Sindelka Erwin og Skúli Steinar Pétursson keppa í beinum úrslitum í 100m. bringusundi í flokki S14 í kvöld.
Mynd/Stefán Ţór Borgţórsson: Guđmundur Hermannsson bćtti sig um 20 sekúndur í 400m. skriđsundi í flokki S9.