Laugardagur 24. október 2009 16:20

Sjálfboðaliðarnir hafa unnið þrekvirki á EM!

Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi hefur gengið vonum framar í innilauginni í Laugardal og það er ekki síst þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum að þakka hversu vel hefur gengið. Ef þeirra hefði ekki notið við hefði framkvæmd mótsins aldrei verið möguleg sagði Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri afreks- og fjármálasviðs Íþróttasambands fatlaðra.

,,Það er aðdáunarvert að sjá þessa hundruðir sjálfboðaliða vinna hörðum höndum að því að gera Evrópumótið sem best úr garði. Fyrir tilstilli þeirra höfum við unnið þrekvirki þar sem EM hefur ekki verið haldið í næstum því áratug,“ sagði Ólafur en í dag kl. 17:00 hefst síðasti keppnishluti mótsins og eldsnemma í fyrramálið halda flestir keppendur aftur til síns heima.

Íþróttasamband fatlaðra hefur m.a. starfrækt veitingaaðstöðu og blaðamannaaðstöðu í innilauginni í Laugardal þar sem meðfylgjandi myndir voru teknar en Laugardalslaug hefur iðað af lífi síðustu vikuna.

Til baka