Mánudagur 23. nóvember 2009 14:35

Ný stjórn Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra - IPC

Ný stjórn Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra – IPC var kosin á aðalfundi samtakanna sem fram fór í Kuala Lumpur 21. – 22. nóvember sl. 
Sir Phil Craven frá Bretlandi var endurkjörinn forseti IPC og varaforseti Greg Hartung frá Ástralíu.  Meðstjórnendur voru kosnir;
Rita van Driel, Hollandi, Miguel Sagarra, Spáni, Alan Dicson, Bretlandi, Patrick Jarvis, Kanada, Ann Cody, Bandaríkjunum, Andrew Parsons, Brasilíu, Dato Zainal Abu-Zarin, Malaísu, Jose Luis Campo, Argentínu, Hyang-Sook Jang, Kóreu.
Því miður náði eini Norðurlandabúinn, Karl Vilhelm Nielsen frá Danmörku ekki kjöri en í hina nýju stjórn voru kosnir fulltrúar frá öllum heimsálfum auk þess sem hina nýju stjórn skipa nú þrjár konur. 
Þetta ætti að endurspegla vel hin ýmsu sjónarmið sem fram kunna að koma og verður vonandi IPC til gæfu í framtíðinni.

Til baka