Skíðanámskeið er haldið í samvinnu Íþróttasambands Fatlaðra, Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands og NSCD, ( National Sport Center for disabled) Winter Park Colorado. Námskeiðið sem er fullbókað hefst föstudaginn 12. Febrúar kl. 13.00 og lýkur sunnudaginn 14. Febrúar kl. 16.00
Leiðbeinendur eru Beth Fox, forstöðumaður NSCD Winter Park og John Florkiewicz forstöðumaður líkams og heilsuræktarstöðvar NSCD. Megináhersla á þessu námskeiði er á meðferð og notkun skíðasleða/ bi ski og mónóski fyrir hreyfihamlaða einstaklinga.
Fullbókað er á námskeiðið en þeir sem áhuga hafa eru hvattir til þess að kíkja í Hlíðarfjall og kynna sér tækjabúnað sem þar er til staðar. Markmið er að auka fjölda leiðbeinenda og fólk sem áhuga hefur á að aðstoða er hvatt til að láta vita af sér og taka þátt í næstu námskeiðum.
Beth Fox og John Florkiewicz verða með fyrirlestra á Akureyri og Reykjavík í tengslum við námskeiðið.
Fimmtudagur 11. febrúar kl. 0900 Fyrirlestur á Grensás fyrir sjúkraþjálfara
Föstudagur 12. febrúar kl. 0810. Fyrirlestur í Háskólanum Akureyri – fyrir nemendur í iðjuþjálfun.
Laugardagur 13. febrúar kl. 15.00 Fyrirlestur og ráðgjöf í Hlíðarfjalli fyrir sjúkraþjálfara
Mánudagur 15. febrúar kl. 20.00 Opinn fyrirlestur á vegum Þroskaþjálfafélags Íslands, Borgartúni 6. Reykjavík.