Æfingabúðir verða fyrir þá einstaklinga sem hafa náð lágmörkum sem sundnefnd ÍF hefur sett fyrir árið 2010. Búðirnar fara fram í innilauginni í Laugardal dagana 20. og 21. febrúar n.k..
Lágmörkum þarf að ná á viðurkenndum sundmótum (löglegum mótum, SSÍ eða ÍF). Einnig þarf viðkomandi að vera æfa allt að 4-7 sinnum í viku og skila 90% mætingu á æfingu.
Lágmörkum fyrir Heimsmeistaramótið þarf að ná í 50 metra laug og vera samþykkt af IPC. Einnig þarf viðkomandi að vera með gilt keppnisleyfi frá IPC fyrir árið 2010 og hafa fengið alþjóðlega flokkun. Allir þeir einstaklingar sem kepptu á Evrópumeistaramótinu eru með gilt keppnisleyfi fyrir árið 2010.
Þjálfara vinsamlegast skoðið lágmörkin og boðið ykkar sundmenn til æfingabúða laugardaginn 20. febrúar klukkan 10:00 í sundlaug Laugardals.
Vinsamlegast sendið upplýsingar um þá sundmenn sem náð hafa lágmörkum, nafn og hvað lágmarki viðkomaandi hefur náð á netfangið krigu@simnet.is fyrir föstudaginn 19. febrúar.
Lágmörkin er að finna hér á heimasíðu ÍF undir "íþróttagreinar" - sund.
Æfingar verða sem hér segja:
Laugardagur 20. febrúar
Kl. 10:00-12:15 Sundlaug Laugardal synt í
útilaug (nema það verði pláss í innilaug).
Kl. 12:30-13:30
Hádegismatur
Kl. 14:00-15:00 Fundur með sundmönnum, markmið og
fleira.
Kl. 15:30-17:30 Sundæfing í innilaug
Sunnudagur 21. febrúar
Kl.
8:30-11:00 Sundæfing í innilaug