Miðvikudagur 24. febrúar 2010 09:13

Námskeiðið í Hlíðarfjalli gekk mjög vel

Námskeiðið í Hlíðarfjalli á vegum Íþróttasambands fatlaðra, Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands og NSCD Winter Park Colorado gekk mjög vel. Dagskrá var frá föstudegi til sunnudags og allir skemmtu sér mjög vel, jafnt þátttakendur sem aðstoðarfólk. Beth Fox stýrði verkefnum aðstoðarfólks og John eiginmaður hennar var með fyrirlestra fyrir sjúkraþjálfara og fyrir gæslumenn í Híðarfjalli. Þátttakendur, aðstandendur og aðstoðarfólk um 40 manns mættu á fyrirlestur og í kvöldverð á Hótel Kea á laugardagskvöld. Þar var Jón Gunnar Benjamínsson með athyglisvert erindi þar sem hann sagði frá ferð sem hann og félagar hans fóru á fjórhjólum um hálendi Íslands.

Á sunnudag brast á óveður en hópurinn lét það ekki aftra sér frá því að ljúka námskeiðinu með því sem hafði verið stefnt að, að skíða öll saman niður brekkuna. Allir klæddu sig vel og fóru út í óveðrið þar sem hópurinn myndaði eina röð sem liðaðist niður brekkuna með færeyska fánann í broddi fylkingar.

Í kjölfar námskeiðsins áttu fulltrúar ÍF og VMÍ fund með fulltrúm NSCD þar sem rætt var frekara samstarf. Fyrirlestrar voru haldnir á vegum Þroskaþjálfafélags Íslands og áfyrir sjúkraþjálfara á Grensásdeild og Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Stefnt er að áframhaldandi samstarfi við NSCD í Winter Park Colorado en samstarfið byggir á ráðgjöf og kennslu fyrir byrjendur og þjálfun fyrir þá sem vilja ná lengra eins og Erna Friðriksdóttir sem nú æfir í Winter Park. Fleiri samstarfsmöguleikar eru til staðar sem skoðaðir verða en starfið í Winter Park byggir á útivistartilboðum jafnt sumar sem vetur.

Myndir frá námskeiðinu eru á www.123.is/if

Til baka