Mánudagur 8. mars 2010 14:32

Jóhann Íslandsmeistari í 1. flokki annað árið í röð

Borðtenniskempan Jóhann Rúnar Kristjánsson, NES, varð um helgina Íslandsmeistari í 1. flokki óftalaðra í borðtennis en þetta er annað árið í röð sem hann landar þeim stóra. Jóhann fagnaði sigri í 1. flokki eftir 3-1 sigur á Hlöðveri Steina Hlöðverssyni úr KR.

Úrslitaviðureignin fór svo:
11-5, 11-3, 9-11, 11-7.

,,Undanúrslitaviðureignin var erfiðust en hún fór 3-2 og mest spennandi lotan í þeirri viðureign var þriðja lotan. Þá var ég 10-8 undir en datt í gírinn og vann lotuna 12-10,“ sagði Jóhann Rúnar sem hafði svo öruggan sigur í úrslitaleiknum gegn Hlöðveri eins og áður greinir.

Á heimasíðunni www.bordtennis.is er greint nánar frá Íslandsmótinu en þar segir:
Þetta var annað árið í röð sem þessir leikmenn mætast í úrslitum og aftur sigraði Jóhann. Hann varði þar með titilinn frá 2009. Árangur Jóhanns er sérstaklega athyglisverður þar sem hann er bundinn við hjólastól.

Til baka