Þriðjudagur 9. mars 2010 16:03

Lokahófið á Hótel Sögu

Lokahóf Íslandsmóts Íþróttasambands fatlaðra fer fram á Hótel Sögu sunnudaginn 21. mars næstkomandi. Hljómsveitin Saga Klass mun leika fyrir dansi fram á miðnætti og veislustjóri verður enginn annar en stuðboltinn Gunnar Einar Steingrímsson sem gerði allt vitlaust á árshátíðinni í fyrra.

Húsið verður opnað kl. 18:00 og matseðillinn er ekki af verri endanum, alíslenskt lambakjöt og meðlæti og ís í eftirrétt.

Að loknu borðhaldi mun Saga Klass stíga á stokk og leika fyrir dansi fram undir miðnætti.

Miðaverð kr. 5000,-

Við minnum á að skráning á lokahóf fer fram á heildarskráningarblaði sem þegar hefur verið sent út til allra aðildarfélaga.

Ljósmynd/ Hljómsveitin Saga Klass

Til baka