Laugardagur 13. mars 2010 13:02

Ísland boðið velkomið í Ólympíuþorpið

Síðastliðinn fimmtudag var íslenski hópurinn boðinn velkominn í Ólympíuþorpið í Vancouver með viðeigandi athöfn. Venjan er að þjóðirnar séu boðnar velkomnar í þorpin og yfirleitt nokkrar þjóðir í einu. Á fimmtudag var Ísland í hópi með Bosníu og Mexico við mótttökuna í Ólympíuþorpinu.

Töluverð snjókoma var í Vancouver á fimmtudag en létti yfir skömmu fyrir athöfnina. Fáni IPC og fáni hvers lands var dreginn að húni og fararstjórar afhentu gjafir við tilefnið og voru síðan sjálfir leystir út með þakklætisvotti frá mótshöldurum. Að lokinni athöfn átti íslenski hópurinn skemmtilega stund með Íslendingunum sem komu í heimsókn í Ólympíuþorpið.

Ljósmynd/ Íslenski hópurinn við opinbera mótttöku í Ólympíuþorpinu í Vancouver.

Til baka