Erna Friðriksdóttir sem keppti í sitjandi flokki í svigi í gær á Vetrarólympíumóti fatlaðra var dæmd úr leik eftir svigkeppnina. Á fundi liðsstjóra eftir svigkeppnina í gærkvöldi var staðfest að tveir keppendur hefðu verið dæmdir úr leik fyrir að sleppa hliði í seinni umferð. Annar þessara keppenda var Erna sem hafði verið skráð í 11. sæti eftir tvær umferðir. Það voru því aðeins 9 af 17 keppendum sem luku keppni í svigi í gærkvöldi.
Erna sýndi mikla þrautseigju í svigkeppninni og vakti mikla athygli áhorfenda
fyrir einstakan baráttuvilja. Hún ætlaði sér að klára keppni og komast í mark
þrátt fyrir fall á erfiðum stað í brautinni og gerði einmitt það en var því
miður dæmd úr leik.
Með þátttöku Ernu í svikeppninni í gær hafa verið mörkuð ný spor í sögu fatlaðra á Íslandi en Íslendingar hafa aldrei átt keppanda í alpagreinum á Ólympíumóti fatlaðra. Í Whistler Greekside fara fram aplagreinar, norrænar greinar og skíðaskotfimi. Í Vancouver fer fram sleðaíshokký og hjólastjólakrulla. Miðar eru að verða uppseldir á íshokký en sú grein er ekki síður spennandi en hefðbundið íshokký. Keppni í svigi og stórsvigi var færð fram og því lýkur Erna keppni með stórvigi á morgun, þriðjudag. Hún átti upphaflega að hefja keppni 19. mars.
Anna Karólína Vilhjálmsdóttir skrifar frá Vancouver
Ljósmyndir/ Frá fyrsta keppnisdegi Ernu í Vancouver í
gær.