Af óviðráðanlegum orsökum fellur niður fyrirhuguð útsending frá Íslandsmóti fatlaðra á netútsendingastöðinni Sport TV. Til stóð að senda út frá mótinu í dag sunnudaginn 21. mars frá keppni í boccia, lyftingum og frjálsum íþróttum.
Ástæða þess að ekki tekst að sýna frá mótinu er sú að eldgos er hafið á Fimmvörðuhálsi nálægt jökuljaðri bæði Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls. Sá búnaður sem til stóð að nota við útsendingar frá Íslandsmóti ÍF hefur verið sendur út í verkefni í tengslum við gosið.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að skapa en áréttum
að af útsendingu verður ekki í þetta skiptið.