Nýlega heimsóttu fulltrúar Magma Energy Corp höfuðstöðvar Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Sem kunnugt er var Magma Energy var einn af styrktaraðilum Íþrótta- og Ólympíusambandsins sem og Íþróttasambands fatlaðra fyrir Vetrarólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra í vetraríþróttum sem nýverið fóru fram í Vancouver í Kanada.
Í tilefni heimsóknar þessarar notaði ÍF tækifærið til þess að afhenda fulltrúum Magma Energy þeim Alison Thomson og Ásgeiri Margeirssyni, forstjóra Magma á Íslandi smá gjöf sem þakklætisvott fyrir velvilja og veittan stuðning fyrirtækisins við ÍF.
Á myndinni sjást fulltrúar ÍF þeir Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður
og Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri fjármala- og afrekssviðs ásamt fulltrúum
Magma þeim Alison Thomson og Ásgeiri Margeirssyni.