Í vikunni var Íþróttasamband fatlaðra með kynningu á boccia og blindrabolta fyrir nemendur 9. bekkjar í Garðaskóla.
Á myndinni sjást nemendur spreyta sig í þessum greinum. Nemendur prófuðu einnig að ganga og hlaupa með bundið fyrir augu, þar sem treysta þurfti alfarið á aðstoðarmann. ÍF hefur verið með kynningarstarf í háskólum og framhaldsskólum og ef kostur er er einnig reynt að koma til móts við óskir frá grunnskólum um slíka kynningu.