Fimmtudagur 15. apríl 2010 13:59

Samúðarkveðjur frá Special Olympics í Evrópu til pólsku þjóðarinnar

Mary Davis, framkvæmdastjóri Special Olympics í Evrópu fór á fund sendiherra Póllands í Írlandi þar sem hún f.h. Special Olympics í Evrópu vottaði pólsku þjóðin samúð vegna hins hörmulega flugslyss sem varð í Rússlandi.  Pólsku forsetahjónin voru mjög velviljuð starfi  Special Olympics í Póllandi og höfðu stutt vel við það undirbúningsstarf sem nú er í gangi vegna fyrirhugaðra Evrópuleika Special Olympics 2010 í Póllandi.   Special Olympics á Íslandi hefur átt mjög gott samstarf við Special Olympics í Póllandi og þá aðila eru í undirbúningsnefnd Evrópuleikanna 2010.   Evrópuleikarnir eru fyrirhugaðir dagana 18. – 24. september 2010.  Mikil áhersla hafði verið lögð á gildi þess að halda leikana í Austur Evrópu og forsenda þess var stuðningur stjórnvalda og borgaryfirvalda í Varsjá.

Hjálagt er bréf frá Mary Davis til aðildarlanda Special Olympics í Evrópu.

Til baka