Miðvikudagur 21. apríl 2010 10:48

Æfingabúðir í Hlíðarfjalli 16. –17. Apríl

Um síðustu helgi stóð Íþróttasamband fatlaðra í samstarfi við Hlíðarfjall fyrir æfingabúðum fyrir þá einstaklinga sem hafa náð góðum tökum á mónóski eða skíðasleðum fyrir hreyfihamlaða.  Farið var yfir tækniatriði og prófað að keyra í brautum. Verklegar æfingar voru á laugardag og sunnudag.  Dagný Linda Kristjánsdóttir, skíðakona var með fyrirlestur um skíðamennsku og alla dagana voru fundir þar sem farið var yfir helstu atriði.

Í hópi leiðbeinenda og aðstoðarfólks var ungt skíðafólk, Erna Friðriksdóttir, ólympíufari og Breki Arnarson sem hefur sótt ýmis námskeið á þessu sviði.

Ljósmynd/ Erna í hópi keppenda á Paralympics 2010.

Til baka