Miđvikudagur 28. apríl 2010 14:46

Ađalfundur Nord-HIF: Ísland međ formennsku nćstu ţrjú árin

Á Ađalfundi Nord-HIF (Íţróttasambanda fatlađra á Norđurlöndum) sem haldinn var í Ţórshöfn í Fćreyjum 9. – 10. apríl sl. tók Ísland viđ formennsku í samtökunum nćstu ţrjú árin. Fund ţennan sátu f.h. ÍF ţeir Sveinn Áki Lúđvíksson, formađur og Ólafur Magnússon, framkvćmdastjóri fjármála- og afrekssviđs.

Nord-HIF samtökin voru stofnuđ hér á landi 1979 og halda árlega fundi, til skiptis á Norđurlöndunum auk ţess sem framkvćmdastjórar landanna hittast á fundum einu sinn á ári. Skiptast löndin á ađ fara međ formennsku og skrifstofu samtakanna og ţar međ ađ koma fram fyrir hönd ţeirra í hinum ýmsu málum sem tengjast íţróttum fatlađra á Norđurlöndum.
Hvert land fer međ formennsku í Nord-HIF ţrjú ár í senn og á ađalfundinum í ár tók Ísland viđ formennsku og skrifstofu samtakanna, en undanfarin ţrjú ár hafa Fćreyingar gengt formennsku.

Ţetta er í ţriđja sinn er Ísland leiđir ţessi samtök ţar sem Sigurđur Magnússon var formađur árin 1983 – 1984, Ólafur Jensson frá 1992 – 1995 og nú mun Sveinn Áki Lúđvíksson gegna formennsku nćstu ţrjú árin. Til gamans má geta ađ Sveinn Áki var ritari samtakanna í fyrra skiptiđ og varaformađur í seinna skiptiđ.

Á fundum Nord-HIF er fjallađ um ţau mál sem orđiđ geta íţróttum fatlađra og fötluđu íţróttafólki til framdráttar hvort heldur sem er á norrćnum- eđa alţjóđavettvangi og hafa Norđurlöndin ţannig veriđ leiđandi í stefnumótun íţrótta fatlađra á alţjóđavettvangi.

Á ađalfundinum í ár voru samţykkt félagsgjöld ađildarlandanna til nćstu ţriggja ára, tekin fyrir málefni sem tengjast íţróttastarfi fatlađra sér í lagi hvađ varđar Norrćnt barna- og unglingamót sem og norrćnt samstarf í tengslum viđ ţátttöku landanna í Ólympíumóti fatlađra 2012. Einnig voru kynnt málefni hinna ýmsu alţjóđasamtaka fatlađra s.s. INAS FID (íţróttasamtök ţroskaheftra afreksmanna), IBSA (íţróttasamtök blindra) sem og Special Olympics samtakanna.

Ţá var samţykkt ađ frumkvćđi Íslands ađ efnt yrđi til ráđstefnu um framtíđ Nord-HIF en miklar breytingar hafa átt sér stađ t.a.m. í Noregi ţar sem íţróttir fatlađra eru nú á höndum hinna ýmsu sérsambanda ţar og Svíar stefna í sömu átt.  Ţví er ţörf breytinga á lögum Nord-HIF og vegvísi á hvern hátt Norđurlöndin sjá fyrir sér norrćnt samstarf í framtíđinni.

Á myndinni afhendir Jögvan Jensen, formađur fćreyska sambandsins, Sveini Áka Lúđvíkssyni fundarhamar Nord-HIF sem tákn um formennsku í samtökunum.

Til baka