Mánudagur 10. maí 2010 14:33

Padraig Harrington gerist alþjóðlegur erindreki Special Olympics hreyfingarinnar

Staðfest hefur verið að Padraig Harrington, atvinnumaður í golfi hefur tekið að sér að vera alþjóðlegur ráðgjafi og erindreki Special Olympics hreyfingarinnar á sviði golfíþróttarinnar. Harrington bætist í hóp alþjóðlegra erindreka Special Olympics hreyfingarinnar  sem eru m.a.  Yao Ming, Michael Phelps, Michelle Kwan, Scott Hamilton, Nadia Comaneci; Joe Jonas; Arnold Schwarzenegger; Muhammad Ali og Vanessa Williams.

Harrington mun veita sérfræðiráðgjöf varðandi uppbyggingu golfíþróttarinnar innan Special Olympics og vera til aðstoðar á golfnámskeiðum fyrir þjálfara og íþróttafólk. Hann mun einnig verða í forsvari átaks sem felur í sér að fá fleiri golfkennara til liðs við Special Olympics hreyfinguna. Þetta samstarf Harrington og Special Olympics hreyfingarinnar er talið geta stuðlað að innleiðingu golfíþróttarinnar fyrir þennan hóp í fleiri löndum og aukið skilning fólks á því að allir eigi sama rétt á því að stunda þessa vinsælu íþróttagrein.

 

Til baka