Mánudagur 7. júní 2010 10:24

Suđrasystur komu fćrandi hendi á Íslandsmótinu

Íslandsmót ÍF í frjálsum íţróttum utanhúss fór fram á Laugardalsvelli laugardaginn 5. júní. Alls voru 44 keppendur skráđir til leiks frá 12 félögum. Ađ frátalinni svifryksmengun voru ađstćđur góđar viđ mótiđ en sökum mengunarinnar var ákveđiđ ađ fella niđur lengstu hlaupagreinarnar, 200m. og 400m. hlaup. Af ţeim sökum var ađeins keppt í 100m. hlaupi, langstökki, kúluvarpi, hástökki og spjótkasti.

Sérstaka ánćgju vakti á mótinu vaskleg endurkoma Hauks Gunnarssonar en kappinn reif fram skónna á nýjan leik og keppti fyrir hönd Suđra. Haukur keppir í flokki T37 og sýndi ađ hann hefur engu gleymt. Haukur er á međal fremstu frjálsíţróttamanna í íţróttasögu fatlađra á Íslandi og margfaldur verđlaunahafi hérlendis sem erlendis og hélt nokkrum heimsmetum í sínum ranni er ferill hans stóđ sem hćst.

Ţá voru ţau Ingeborg Eide Garđarsdóttir, FH, og Baldur Ćvar Baldursson, Snerpa, einnig mćtt til leiks en bćđi unnu ţau til verđlauna á opna hollenska frjálsíţróttamótinu helgina 29.-30. maí síđastliđinn. Ingeborg náđi sínum besta tíma á árinu í 100m. hlaupi er hún kom í mark á 17,51 sek. og Baldur bćtti sig umtalsvert í langstökki frá mótinu í Hollandi er hann stökk 5,14m.

Kristófer Sigmarsson frá Eik á Akureyri vakti einnig verđskuldađa athygli á mótinu en Kristófer keppir í flokki ţroskahamlađra. Kraftmikill strákur ađ Norđan hér á ferđinni sem m.a. hljóp 100 metrana á rétt rúmum 13 sekúndum og skreiđ yfir 5 metrana í langstökkinu. Glćsilegur árangur hjá kappanum og verđur spennandi ađ fylgjast međ honum á nćstu mótum.

Fleiri glćst tilţrif litu dagsins ljós á mótinu en Suđrasystur ţćr Hulda, Sigríđur og María stálu senunni ţegar ţćr systur komust allar ţrjár saman á verđlaunapall. Ţá kvađ Hulda sér hljóđs á vellinum en ţćr systur komu fćrandi hendi. Stelpurnar búa í Miđ-Mörk undir Eyjafjöllum og ef ţađ er eitthvađ sem ţćr eiga nóg af ţessi misserin ţá er ţađ aska! Stelpurnar leystu mótsstjórn og fulltrúa stjórnar ÍF út međ öskugjöfum en ţćr höfđu safnađ saman ösku í nokkur ílát til gjafar. Ţessi misserin er grátt um ađ litast á heimaslóđum systranna en ţađ var enga grámyglu ađ sjá á ţeim systrum viđ mótiđ enda annálađir orkuboltar og fóru heim drekkhlađnar verđlaunum ađ vanda.

Liđsmenn Eikar og Sigurjón Sigtryggsson frá Snerpu lentu í nokkru basli á leiđ sinni til Reykjavíkur. Töf varđ á flugi hópsins ađ Norđan en Sigurjón og Eikarliđar börđu sér leiđ Suđur og komust til mótsins ţegar stökk- og kastgreinar voru ađ hefjast. Mótsstjórn heimilađi hópnum einnig ađ keppa í 100m. spretthlaupi en ţar sem tímatökubúnađur mótsins var ekki lengur fyrir hendi voru hlaupin tímasett á skeiđklukku og ţví telst árangur ţeirra í hlaupunum ekki lögleg úrslit.

Camilla Th. Hallgrímsson varaformađur ÍF setti mótiđ um síđustu helgi og hennar fyrsta verk viđ mótssetningu var ađ afhenda Kára Jónssyni silfurmerki ÍF. Hér ađ neđan fer umsögn um Kára:

Kári Jónsson er landsliđsţjálfari Íţróttasambands fatlađra í frjálsum íţróttum. Kári sem er lektor í íţróttafrćđum viđ Háskóla Íslands hefur yfirgripsmikla reynslu af frjálsíţróttum sem keppandi, ţjálfari, kennari og frćđimađur
Kári hefur stýrt íslensku afreksfólki úr röđum fatlađra á erlendri grundu međ glćsilegum árangri og veriđ ÍF veigamikill ađstođarmađur í hinum ýmsu atriđum er tengjast frjálsum íţróttum.

Stjórn ÍF hefur einróma samţykkt ađ sćma Kára Jónsson Silfurmerki ÍF en ţađ er veitt ţeim einstaklingum, sem inna af höndum skipulags- stjórnunar eđa ţjónustustörf í ţágu íţrótta fatlađra.

Úrslit í sćti 1-3 á mótinu eru vćntanleg síđar í dag og á morgun verđa heildarúrslit mótsins ađgengileg hér á síđunni.

Mynd 1: Suđrasystur ţćr Hulda, María og Sigríđur ásamt mótsstjórn og Camillu Th. Hallgrímsson varaformanni ÍF.
Mynd 2: Haukur Gunnarsson á sjöundu hćđ í langstökkinu.
Mynd 3: Camilla Th. Hallgrímsson sćmir Kára Jónsson silfurmerki ÍF.

Til baka