Mánudagur 14. júní 2010 20:49

Þrjú Íslandsmet á Akureyri

Bikarkeppni Íþróttasambands fatlaðra í sundi fór fram á Akureyri um síðustu helgi þar sem sveit Fjarðar hafði öruggan sigur á mótinu. Þetta var þriðja árið í röð sem Fjörður vinnur bikarinn en á sjálfan mótsdaginn féllu þrjú Íslandsmet í 25m. laug. Pálmi Guðlaugsson setti tvö met en kappinn hefur tekið stöðugt stærri skref síðustu misserin.

Íslandsmet sett á Bikarkeppni ÍF 2010:

Pálmi Guðlaugsson Fjörður S6 200 skriðsund Karla  2.56.38
Pálmi Guðlaugsson Fjörður S6 50.metra flugsund karla 00:44.02.
Thelma Björg Björnsdóttir ÍFR S5 200.skriðsund kvenna 3.59.14.

Þess má svo geta að bæði Pálmi og Thelma verða í íslenska landsliðshópnum sem heldur til Þýskalands á morgun sem tekur þátt í opna þýska meistaramótinu. Ferðin er liður í undirbúningi fyrir Heimsmeistaramótið í sundi sem fram fer í Hollandi í komandi ágústmánuði.

Ljósmynd/ Pálmi er á góðu skriði þessi misserin

Til baka