Árlega úthlutar Pokasjóður verslunarinnar styrkjum til hinna ýmsu verkefna á sviði umhverfismála, menningar, mannúðar, íþrótta og útivistar um land allt.
Nýlega úthlutaði sjóðurinn við hátíðlega athöfn um 50 milljónum króna til 55 verkefna á hinum ýmsu sviðum.Með þessari úthlutun hefur Pokasjóður alls úthlutað einum milljarði króna frá því sjóðurinn tók til starfa árið 1995.
Pokasjóður hefur mörg undanfarin ár styrkt sumarbúðir ÍF á myndarlegan en styrknum veitti viðtöku að þessu sinni Jóhann Arnarsson, annar forstöðumanna sumarbúða ÍF til margra ára.
Til gamans má geta að við þetta tækifæri voru Ómari Ragnarssyni veitt umhverfisverðlaun UMFÍ og Pokasjóðs 2010 fyrir óeigingjarnt og ötult starf í þágu íslenskrar náttúru.
Íþróttasamband fatlaðra færir stjórn Pokasjóðs sínar bestu þakkir fyrir velvilja og veittan stuðning nú sem áður.Stuðningur Pokasjóðs er Íþróttasambandi fatlaðra, sumarbúðunum og þeim sem þær sækja mikils virði og gerir sambandinu kleift að standa jafn myndarlega að starfseminni og raun ber vitni.