Sunnudagur 15. ágúst 2010 14:18

Keppni hafin á HM fatlađra í sundi - Íslandsmet hjá Hirti

Keppni á HM fatlađra í sundi hófst í morgun og ţá voru í eldlínunni og kepptu í undanrásum  ţeir Eyţór Ţrastarson og Hjörtur Már Ingvarsson. Eyţór hafnađi í 11. sćti í sínum flokki S11(flokki blindra), synti á tímanum 2.57.23 sem er persónulegt met hjá honum en hans besti tími áđur var 3:08.52. 

Hjörtur synti síđan í undanrásum í flokki S5 (flokki hreyfihamlađra) og hafnađi í 16. sćti, synti á tímanum 45.57 sek sem er nýtt Íslandsmet í flokki S5.
 
Lokaflokkun keppenda á mótinu hefur nú fariđ fram og var Pálmi Guđlaugson flokkađur upp um flokk, fer úr S6 í flokk S7, sem ţýđir ađ Pálmi hefur ekki tilskilin lágmörk til ţátttöku. Pálmi, sem er aldurforseti hópsins, mun ţví verđa öđrum keppendum til halds og trausts og koma síđan tvíelfdur til leiks og tilbúinn til ađ ná ţeim lágmörkum sem hin nýja flokkun S7 setur honum.

Á morgun keppir Anna Kristín Jensdóttir í 100 m bringusundi í flokki hreyfihamlađra SB5

Nokkrar  stađreyndir um HM fatlađra í sundi:
• Verndari mótsins er Pieter van den Hoogenband margfaldur Ólympíumeistari í sundi
• 54 ţátttökuţjóđir
• 600 sundmenn (40% konur, 60% karlar)
• 386 ţjálfarar, fararstjórar, fylgdarmenn
• Fjölmennasta ţjóđin á mótinu Rússar međ 49 sundmenn og 21 ađstođarmenn
• 400 sjálfbođaliđar
• Rúmlega 26 ţúsund matarskammtar framreiddir međan á mótinu stendur
• 712 verđlaunum verđur útdeilt í 212 verđlaunaafhendingum

Ljósmynd/ Hjörtur Már, sitjandi, ásamt Jóni Margeiri Sverrissyni og Ragnari Inga Magnússyni á keppnisstađ í Hollandi. Hjörtur setti Íslandsmet í morgun en hafnađi ţrátt fyrir ţađ í 16. sćti í 50m. skirđsundi.

Til baka