Þriðjudagur 31. ágúst 2010 12:34

Stefnumótunarfundur Nord-Hif í Danmörku

Helgina 27.-29. ágúst sátu fulltrúar ÍF stefnumótunarfund Nord-Hif (Íþróttasambönd fatlaðra á Norðurlöndum), en Ísland fer með formennsku í samtökunum næstu þrjú árin. Markmið fundarins var að móta framtíðarstefnu samtakanna í áframhaldandi samstarfi Norðurlandaþjóðanna. 

Á fundinum kom m.a. fram að allar Norðurlandaþjóðirnar vildu halda áfram þeirri samvinnu sem verið hefur við lýði allt frá stofnun þess 1976. Þannig var ákveðið að halda áfram öflugu samstarfi og fylgja eftir þeim góða árangri sem náðst hefur á alþjóðavettvangi með aukinni samvinnu og fræðslu millum landanna.

Bókað var á fundinum að samstaða Norðurlandaþjóðanna í alþjóðasamfélagi íþróttanna hefði um árabil skilað góðum árangri og að mikilvægt væri að halda henni áfram, þ.e. baráttunni í sameiginlegum verkefnum og markmiðum.

Ljósmynd/ Fundurinn fór fram í höfuðstöðum Íþrótta- og Ólympíusambands Danmerkur.

Til baka